Frá og með 1. apríl 2021 verða vottorð eingöngu afhent úr móttökum heilsugæslustöðva HSU gegn framvísun skilríkja eða umboði frá þeim sem vottorðið er stílað á.
Þetta á við um þau vottorð sem ekki er hægt að senda í heilsuveru.is.
Við biðjum alla þá sem sækja vottorð á heilsugæslur HSU að virða þessa reglu.