Vorfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Vorfundur Landssambands heilbrigðisstofnana var haldinn dagana 12 og 13 maí. Landssamband heilbrigðisstofnana var stofnað 25. Júní 2010 og var þetta fyrsti vorfundur samtakanna. Birgir Gunnarsson formaður LH setti fundinn og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, fjallaði um heilbrigðissþjónustu í nútíð og framtíð. Kynnt var skipulag hins nýja velferðarráðuneytis. Þá var fjallað um framkvæmd breytinga í heilbrigðiskerfinu síðustu ár og hvaða framundan er. Loks var fjallað um heilbrigðisþjónustu í strjálbýli, öryggi í heilbrigðisþjónustu og möguleika til breytinga.
Fundinn sátu um 60 fulltrúar heilbrigðisstofnana í landinu.

Myndir frá fundinum