Von á fjölda fæðinga í janúar á HSu

fæðingardeildÁ  HSu er rekin fullbúin fæðingardeild og þar starfa reynslumiklar og færar ljósmæður. Konur á suðurlandi sækja í að fá að fæða þar, því þar ríkja rólegheit og gott andrúmsloft.  Að sögn Sigrúnar Kristjánsdóttur yfirljósmóður hefur greinilega verið fjör á mörgum sunnlenskum heimilum í apríl á síðasta ári, því nú í janúar er von á óvenju mörgum fæðingum hjá HSu.

 

Ekki er lengur rekin sólarhrings sérfræðiþjónusta á HSu, svo það er valin hópur kvenna sem hefur kost á að fæða á Selfossi.  Mikið er um það að konur sem af einhverjum örsökum geta ekki fætt á Selfossi og verða að fæða í Reykjavík, komi aftur á Selfoss að fæðingu lokinni og dvelji þar í góðu yfirlæti í sængurlegunni, þar til að heimferð kemur.  Þetta eru þá aðallega konur sem búa í dreifbýli, þar sem ekki er kostur á heimaþjónustu til sængurkvenna í þeirra heimahéraði.

 

Undanfarin ár hefur niðurskurðahnífnum verið beitt mjög harkalega á HSu og eitt árið varð fæðingardeildin undir.  Vaktir skurðstofu og staða fæðingarlæknis voru lagðar niður og því eiga ekki lengur allar konur kost á að fæða á Selfossi, þó þær gjarnan vildu.

 

Magnús Hlynur Magnússon, fréttamaður hjá Stöð 2, var með skemmtilega frétt um helgina um fæðingar hjá Hsu og er hægt að nálgast hana hér.