Vistunarmatsnefndir sameinaðar

Ein nefnd í hverju heilbrigðisumdæmi mun leggja mat á þörf fólks fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými í stað tveggja eins og verið hefur. Frumvarp velferðarráðherra þessa efnis varð að lögum frá Alþingi í gær. Markmiðið er að auðvelda fólki að sækja um dvöl á stofnun og einfalda stjórnsýsluna. Lög um þessar breytingar taka gildi 1. júní næstkomandi.

Með því að sameina þessi verkefni hjá einni nefnd skapast aukin heildarsýn yfir þörf fólks fyrir búsetu á stofnun. Undanfarin ár hefur verulega dregið úr þörf fólks fyrir dvalarrými þar sem æ fleiri geta búið á heimilum sínum með viðeigandi stuðningi og þjónustu sveitarfélags og ríkis. Þetta hefur leitt til þess að þegar að fólk getur ekki lengur búið heima með stuðningi þurfi flestir á hjúkrunarrými að halda.

Sjá nánar hér í frétt frá Velferðarráðuneytinu