Vígsla Björgunarmiðstöðvar á Selfossi – 15. júní 2012

Í dag, 15. júní verður Björgunarmiðstöðin formlega vígð, en hún hýsir Sjúkraflutninga Árborgar, Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarsveit Árborgar. 

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) tók við sjúkraflutningum í Árnessýslu 1. janúar 2006 og segja má, að það hafi verið eðlileg þróun í takt við breyttar aðstæður.  HSu hafði  alla möguleika til að styrkja sjúkraflutningana með aukinni fræðslu og stuðningi annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunarinnar. 

Umsjónarmaður sjúkraflutninga er Ármann Höskuldsson, en hann hafði starfað sem lögreglu- og sjúrkaflutningamaður hjá Sýslumannsembættinu í Árnessýslu

 

 

Sjúkraflutningar í Árnessýslu ná yfir sveitarfélögin Árborg, Hveragerði, Ölfus, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Hrunamannahrepp, Villingholtshrepp, Hraungerðishrepp og Gaulverjabæjarhrepp.  Íbúafjöldi á þjónustusvæðinu er um 16.000.  Auk þess er veitt aðstoð við sjúkraflutninga annarsstaðar á þjónustusvæði HSu eftir því sem þörf er á.

 

Til viðbótar við framangreindan íbúafjölda eru á þjónustusvæðinu  þúsundir frístundahúsa og fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, þar sem koma hundruðir þúsunda ferðamanna á hverju ári.  Þá liggur einn fjölfarnasti hluti hringvegar landsins um þjónustusvæðið.

 

Árlega eru um 2000 sjúkrafluningar í Árnessýslu.  Til viðbótar við sjúkraflutninga í Árnessýslu annast heilbrigðisstofnunin einnig sjúkraflutninga í Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu,

 

 

Í apríl 2006 var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu Björgunarmiðstöðvar Árborgar í samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarfélag Árborgar.

 

24. apríl 2006 var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu Björgunarmiðstöðvar Árborgar ehf.,  á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.  Björgunarmiðstöðin tók á leigu lóð í eigu HSu og ríkisins og sá um byggingu hússins.

 

Eigendur hússins eru Sveitarfélagið Árborg, Neyðarlínan og Björgunarfélag Árborgar.  Heilbrigðisstofnunin og Brunavarnir Árnessýslu leigja húsnði fyrir sína aðstöðu af Sveitarfélaginu Árborg.

Í húsnæðinu er aðstaða fyrir sjúkrabifreiðar þær, sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu og öll aðstaða sem tengist þeirri starfsemi.

Um er að ræða rúmlega 360 fermetra húsnæðisins og aðgang að sameign.

 

Samningurinn var staðfestur var staðfestur í hinni nýju Björgunarmiðstöð 12. júní 2008  með undirskrift Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáv. heilbrigðisráðherra, og Árna M. Mathiesen, þáv.fjármálaráðherra,

 

Í hinni nýju Björgunarmiðstöð komin aðstaða fyrir miðstöð sjúkraflutninga á Suðurlandi, Brunavarnir og Björgunarmiðstöð Árborgar, ásamt því að Neyðarlínan hefur aðstöðu fyrir sína þjónustu

 

Með þessu nýja  og glæsilegu húsnæði hafa helstu viðbragðsaðilar á Suðurlandi fengið  mjög góða aðstöðu í samræmi við nútíma kröfur um slíka aðstöðu.