Verkstjórasamband Íslands gefur HSU gæslutæki

Verkstjorasamband gefur til HSU

Forsvarsmenn Verkstjórasambands Íslands ásamt yfirmönnum Bráðadeildar og hluta stjórnar HSU

Félagar í Verkstjórasambandi Íslands komu á HSU og færðu Bráðamóttökunni á Selfossi 900.000 kr. að gjöf.  Upphæðina á að nota til kaupa á gæslutæki (monitor). Tækið verður notað til að fylgjast með lífsmörkum sjúklinga á bráðamóttökum og víðar. Lífsmörk geta verið hjartsláttur (hjartarit), blóðþrýstingur, öndun, súrefnismettun o.fl. Tækið er létt og auðvelt í meðförum. Það kemur að góðum notum á Bráðamóttökunni, en einnig við flutning sjúklinga af eða á deild, á skurðstofu eða á vöknun og víðar. Þetta auðveldar þjónustu við sjúklinga og gerir hana öruggari.

Stjórnendur HSU og yfirmenn Bráðamóttöku tóku á móti gjöfinni og eru innilega þakklát VSSI fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann góða hug sem liggur að baki.