Verkefna- og gæðastjóri HSU

Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefna- og gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Freyja er viðskiptafræðingur að mennt með sérþekkingu í forystu og stjórnun. Freyja hefur mikla reynslu af straumlínustjórnun og gæðamálum en hún hefur tekið þátt í straumlínustjórnun bæði sem stjórnandi og sem sérfræðingur við innleiðingu, ásamt því að stýra hinum ýmsu verkefnum. Þá hefur hún starfað sem fræðslustjóri og sérfræðingur í straumlínustjórnun frá árinu 2016 til 2021.
Freyja mun koma að uppbyggingu umbótastarfa innan HSU og mun starfa náið með stjórnendum og öðrum starfsmönnum stofnunarinnar.
Það er mikill fengur fyrir HSU að fá Freyju í okkar raðir, við hlökkum til samstarfsins og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.