Velferðarráðherra í heimsókn á HSu

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þriðjudaginn 15. nóvember, ásamt Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, Sveini Magnússyni, skrifstofustjóra, og Dagnýju Brynjólfsdóttur, deildarstjórar.   Þau áttu fund með framkvæmdastjórn stofnunarinnar um starfsemi hennar og reksturinn í þessu ári.  Einnig var rætt um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 og hina miklu útgjaldalækkun, sem útlit er fyrir, að þurfi að verða í rekstri stofnunarinnar á næsta ári.   Ráðherra og fylgdarlið skoðaði síðan stofnunina á Selfossi og átti loks fund með starfsfólki og stuðningsmannahóp stofnunarinnar.   Ráðherra fékk fjölmargar fyrirspurnir frá fundarmönnum, en fór síðan á fund Sveitarfélagsins Árborgar og fulltrúa SASS.