Vel heppnuð „Bleik vika“ á enda!

Mjög vel heppnaðri Bleikri viku á HSu lauk formlega í dag.  Þáttaka var mjög góð, skemmtilegar skreytingar um allt hús og gleði og kátína ríkjandi meðal starfsmanna. Forsvarsmenn starfsmannafélagsins boðuðu starfsmenn saman í hádeginu og þar voru veitt verðlaun Bleikrar viku.  Veitt voru verðlaun fyrir bleikustu deildina, bleikasta karlinn og bleikustu konuna.

Tvær deildir fengu bikar í verðlaun fyrir best skreyttu deildana, Ljósheimar og Þvottahúsið.  Á Ljósheimum höfðu starfsmenn skreytt með ákveðnu þema og fiðrildi í ýmsum stærðum liðuðust um veggi og greinilegt að þar lá mikil vinna að baki.  Þvottahúsið var skreytt með bleikum fatnaði, skemmtilega upp hengdum ásamt ýmsum bleikum munum og þar réð gleðin og húmorinn ríkjum.

Nokkrar konur voru tilnefndar fyrir bleikasta klæðnaðinn, en Dagrún Másdóttir, móttökuritari á Selfossi þótti vera smekklegust í bleikri samsetningu og var hún valin bleikasta konan.  Þrí karlmenn voru líka tilnefndir sem bleikasti karlinn, en þar þótti Ari Bergsteinsson sálfræðingur bera af.

 

Meðfylgjandi myndir sína vel stemninguna sem réð ríkjum í vikunni.