Vegna samskipta við heilsugæslulækna á Selfossi með tölvupósti

Veruleg aukning hefur orðið á því undanfarið að fólk sendi heimilislæknum á Selfossi tölvupóst.  Þetta samskiptaform kann í fyrstu að virðast fljótlegt og þægilegt en þegar nánar er skoðað koma ýmis vandamál fram.

 

Læknarnir hafa engan sérstakan tíma til að svara tölvupósti og það gefur að skilja að þar sem hver læknir þjónar rúmlega 1000 manns að þá getur fjöldi pósta og svo tímaskortur við að svara gert þetta mjög svo tímafreka samskiptaleið.  Í sumum tilvikum ná læknar ekki að svara pósti eða gera það mjög seint.

 

En það eru önnur og stærri vandamál sem lúta að öryggi og persónuvernd. Fyrir það fyrsta er erfitt fyrir lækninn að vita við hvern hann ræðir þegar tölvupóstar eru sendir. Trúnaður við sjúklinginn er mjög mikilvægt atriði og læknar ættu í raun ekki að svara pósti nema að það sé sannarlega um viðkomandi einstakling að ræða. Þá eru tölvupóstarnir  vistaðir hjá vefþjóni sem við getum ekki ábyrgst og þar af leiðandi er það hugsanlegt að þessar upplýsingar geti borist öðrum óviðkomandi aðilum án þess að við vitum um það.  Í þriðja lagi geta orðið tafir á meðhöndlun sjúklings sem kannski bíður eftir svari á tölvupósti.

 

Við erum fara yfir það hvað verður um þessa samskiptaleið.  Þar til það liggur fyrir vil ég beina því til fólks að senda heimilislæknum á Selfossi ekki tölvupóst nema að læknirinn hafi beðið um það og/eða gefið til þess leyfi.

 

 

Virðingarfyllst,

 

Arnar Þór Guðmundsson

Yfirlæknir heilsugæslunni á Selfossi