Vegna óveðurs er breyttur opnunartími á heilsugæslu HSU á Selfossi og í Vestmannaeyjum

HSUVegna afleitrar veðurspár og yfirvofandi óveðurs verður breyttur opnunartími á heilsugæslu HSU á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Síðdegismóttaka heilsugæslulækna á HSU á Selfossi verður lokuð í dag.  Bráðamóttaka HSU á Selfossi er opin og þar er tekið á móti bráðatilfellum. Heilsugæslan í Vestmannaeyjum er lokuð í dag eftir klukkan 14 en vaktþjónusta er óbreytt á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og þangað má leita í bráðatilfellum.