Vegna eldgossins í Grímsvötnum – Hugsanleg áhrif á heilsu manna

Vegna eldgossins í Grímsvötnum  og hugsanlegar áhrifa á heilsu manna þá vill sóttvarnalæknir vekja athygli á eftirfarandi:

  • Askan hefur einkum ertandi og bráð áhrif á öndunarfæri og augu manna en lítil sem engin eituráhrif.
  • Til að forðast ertandi áhrif á öndunarfæri er eftirfarandi ráðlagt:
  • Við öskufall (áberandi aska í lofti og á yfirborðum, lítið skyggni)   Einstaklingar með króníska öndunarfærasjúkdóma (astma, lungnaþembu, krónískan bronkítis  eða aðra öndunarfærasjúkdóma)
  • Haldi sig sem mest inni við
  • Noti andlitsgrímur (P1 (skurðstofugríma), P2 eða klút fyrir vitum) og hlífðargleraugu þegar þeir eru utandyra
  • Heilbrigðir einstaklingar
  • Haldi sig sem mest innandyra en þeim sem þurfa að vera úti við er ráðlagt að nota öndunargrímur og hlífðargleraugu 
  • Við öskumistur (svifryk, smávægileg aska getur sést á yfirborðum)
  • Í sameiginlegri tilkynningu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og sóttvarnalækni, embætti landlæknis er fólki bent á að ekki sé nauðsynlegt að nota grímur þegar farið er á milli í öskumistri en rétt sé að forðast langvarandi útivist, íþróttaiðkanir og áreynslu úti við. Ef áreynsla úti við er nauðsynleg er rétt að nota öndunargrímur. Þeir sem eru með hjarta og öndunarfærasjúkdóma ættu að gæta séstakrar varúðar. Ekki er mælt með langvarandi útivist barna né að ungbörn sofi úti í vagni. 
  • P2 grímum ásamt hlífðargleraugum var dreift til sóttvarnalækna á sl. tveimur árum vegna svínainflúensunnar og gossins í Eyjafjallajökli.

Þessum grímum og gleraugum er sjálfsagt að dreifa endurgjaldslaust til einstaklinga frá heilsugæslustöðvum ef staðfest hefur verið eða fyrirsjáanlegt er að öskufall muni verða á viðkomandi svæðum