Veggspjaldasýning og opið hús á Selfossi og Laugarási

10 ára 2014-Í tilefni 10 ára sameiningarafmælis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verður opið hús og veggspjaldasýning frá starfsemisstöðvum stofnunarinnar á öllum heilsugæslum HSu í september.  Nú er komið að Selfossi og Laugarási.

 

Vikuna 29.  sept. – 3. okt.  verður veggspjaldasýning á heilsugæslunum á Selfossi og Laugarási og jafnfram opið hús í Laugarási alla vikuna.

 

Þriðjudaginn 30. september verður opið hús á Selfossi,  frá kl. 14 – 17 og eru allir velkomnir.

 

Það er von Afmælisnefndar HSu að sem flestir sjái sér fært að heimsækja af þessu tilefni heilsugæslustöðina sína og kynna sér í leiðinni þá margvíslegu og fjölbreyttu starfssemi sem þar fer fram.  Stofnuð hefur verið Facebooksíða um viðburðina og þar inni verða birtar myndir og einnig kynnt klukkan hvað opið hús verður fyrir almenning á hverri stöð.  Facebooksíðan heitir „Opið hús og veggspjaldasýning á Heilbrigðisstofnun Suðurlands“ og er fólk hvatt til að kíkja þar inn og fylgjast með.