Vandaður handþvottur ver þig gegn smiti

SolrunHandþvottur og almennt hreinlæti er áhrifarík og mikilvæg vörn. Snerting er algengasta smitleiðin milli manna, við erum allan daginn í beinni snertingu við umhverfi okkar og hendur okkar komast í návígi við ótal varhugaverð svæði, meðal annars þegar við heilsumst með handabandi. Það er staðreynd að fólk er almennt ekki nógu duglegt að þvo sér um hendurnar og því er aldrei of oft minnt á mikilvægi þess.

Kvef, flensa og bráðsmitandi meltingarfærasýkingar berast m.a. á milli manna með beinni eða óbeinni snertingu og eru sífellt að reyna að ná sér á strik í umhverfinu. Varhugaverðir snertifletir eru auðvitað margir en þar má nefna þá algengustu, handlaugar, salernissetur, handföng á innkaupakörfum og kerrum, stigahandrið, hurðahúnar, stólarma, lykla, lyklaborð, penna, síma, ljósarofa, handföng á líkamsræktartækjum í ræktinni og svo mætti lengi telja. Naglalökk og gervineglur eru vinsælir dvalarstaðir sýkla, einnig skartgripir m.a. hringir.

Mjög mikilvægt er að þvo sér hendurnar fyrir og eftir mat, áður en matreiðsla hefst og áður en farið er inn til sjúklinga, eldri borgara eða heim til nýbura. Aldraðir, sjúklingar á sjúkrahúsum og nýburar eru mjög viðkvæmir fyrir sýkingum og rétt að meta mikilvægi þess að heimsækja þá ef veikindi eru í gangi í umhverfi þínu eða hjá þér sjálfum.

Allar snertingar við dýr, blóð, líkamsvessa eða sár, bæði manns eigin og annarra krefst þess að sjálfsögðu að hendur séu þvegnar strax!

Hér fylgja með góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni.

handtv

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skola hendurnar fyrst með rennandi volgu vatni til að fjarlægja sýnileg óhreinindi.

Fá sér smá sápu og nudda vel samkvæmt leiðbeiningunum, gefa sér góðan tíma.

Skola vel öll svæði og að lokum þurrka vel.

 

f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sólrún Auðbertsdóttir

Hjúkrunarstjóri, heilsugæslu HSU Þorlákshöfn