Símanúmerið 1700 er miðlægur vaktsími sem þjónustar m.a. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Númerið 1700 leiðir þann sem inn hringir á læknavakt þar sem hjúkrunarfræðingar svara og sinna faglegri símaráðgjöf og leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingurinn sem svarar þegar hringt er, aðstoðar eftir bestu getu og/eða metur hvort tilefni er til að gefa í framhaldinu samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing eða lækni á viðkomandi vaktsvæði.
Í dag sinnir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á dagvinnutíma þessari símsvörun í vaktnúmerið 1700 en utan dagvinnutíma tekur Læknavaktin í Kópavogi við og svarar símanum.
Travelers with foreign phone numbers, please call +354 544-4113, not 1700 direct.
Hjúkrunarfræðingur í beinni á netinu:
Inni á heilsuvera.is er hægt í gegnum „mínar síður“, að senda fyrirspurnir á heilsugæsluna, einnig er inni á opna vefsvæði heilsuveru, áður en fólk skráir sig inn á „mínar síður“, netspjall þar sem hægt er að senda fyrirspurn til hjúkrunarfræðings. Fyrirspurnum í gegnum heilsuveru er svarað eins fljótt og hægter, ekki er þó hægt að lofa samdægurssvörun fyrirspurnar gegnum þessa leið.
Vinsamlega athugið að símanúmerið 1700 sinnir ekki tímabókunum á heilsugæslu, til læknis eða hjúkrunarfræðings eða tímapöntunum á samdægursmóttöku. Slíkar tímabókanir fara fram á dagvinnutíma á heilsugæslustöðinni þinni eða í gegnum „mínar síður“ á heilsuvera.is
Ef um slys og alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf – þá hringið í 112 !
f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,
Sólrún Auðbertsdóttir
Hjúkrunarstjóri Heilsugæslustöðva Hveragerðis og Þorlákshafnar.