Útskrift sérfræðinga í heimilislækningum

utskrift-heimilislaekna-2016-jpgÞann 10. október sl. voru 18 sérfræðingar í heimilislækningum útskrifaðir. Það er met því aldrei áður hafa útskrifast svo margir í einu.  Útskrifað er annað hvert ár og fór athöfnin að þessu sinni fram á Heimilislæknaþingi Félags íslenskra heimilislækna sem haldið var á Grand hótel.

 

Þrír í þessum útskriftarhópi starfa hjá HSU er það mikið ánægjuefni, það eru þau Julia Sibylle Leschhorn, Gunnar Þór Geirsson og Þórður Guðmundsson.  Við óskum við þeim öllum sérstaklega til hamingju.

 
Nú eru 46 læknar í sérnámi í heilmilislækningum sem tekur fimm ár og þrír af þeim hóp starfa einnig hjá HSU.