Útboð á gagnaflutningi á víðneti

Ríkiskaup, fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur auglýst eftir tilboðum í gagnaflutning á víðneti.Heilbrigðisstofnun Suðurlands lét sl. vetur gera úttekt á tölvu- og upplýsingamálum stofnunarinnar.  Skv. tillögum ráðgjafa, sem fengnir voru til að gera úttekt á þessum málum, er lagt til að komið verði upp hraðvirki víðnetstengingu á milli stofnananna.  Við sameiningu gagnasafna, vaktþjónustu ofl. í framhaldi af sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi eykst enn frekar nauðsyn þess, að víðnetstengingar séu sem öflugastar. Uppbygging á víðneti stofnunarinnar er flókið mál og var lagt til, að samráð yrði haft við Ríkiskaup vegna þessa, þar sem til stóð að bjóða út víðnetsþjónustu fyrir ýmsar opinberar stofnanir, m.a. dómsmálaráðuneyti og Vegagerðina.
Þegar tilboð liggja fyrir verður tekin ákvörðun um framhald málsins.