Upplýsingarit um starfssemistölur HSu 2012

Upplýsingarit HSuUpplýsingarit yfir starfssemistölur HSu 2012 er komið út. Enn eitt árið þurfti stofnunin að verja þjónustuna og leita hugsanlegra leiða í sparnaði og aðlaga að fjárveitingum til rekstursins.   Áfram var haldið við hönnun á endurbótum við eldra húsnæði HSu á Selfossi en í ljós kom að þær voru umfangsmeiri en gert var ráð fyrir.  Einnig var farið í viðhald húsnæðis annara starfsstöðva HSu. 

Á árinu fór fram vígsla Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg á Selfossi, sem hýsir Sjúkraflutninga Árborgar ásamt Brunavörnum Árnessýslu og Björgunarsveit Árborgar.

Aukning varð  í starfsemi sjúkrahússins í fjölgun á legudögum. Veruleg aukning varð í göngu- og dagdeildarþjónustu eða rúm 65%, m.a. í tengslum við aukningu í komum á  Slysa- og bráðamóttöku. 

 

Upplýsingaritið er komið á vefsíðu HSu og er hægt að nálgast það hér.