Upplýsingarit HSu fyrir árið 2011 komið út

Upplýsingarit yfir starfssemistölur HSu 2011 er komið út. Þriðja árið í röð þurfti stofnunin að takast á við niðurskurð og minni fjárveitingar til rekstursins. Einnig hefur starfsfólk stofunarinnar enn eitt árið þurft að glíma við náttúröflin og var álagið mest á starfsfólki heilsugæslunnar á Klaustri í kjölfar Grímsvatnagoss með gríðarlegu öskufalli. Á Rangarárvallasvæðinu varð á árinu nokkuð um öskufok, sem hafði áhrif á heilsu fólks á svæðinu.

 

Helstu breytingar á starfseminni milli ára voru opnun bráða- og slysamóttöku í byrjun ársins á Selfossi í þeim tilgangi að styrkja þjónustuna á svæðinu. Hins vegar varð talsverður samdráttur í starfsemi sjúkrahússins vegna lækkunar fjárveitinga. Veruleg aukning varð í göngu- og dagdeildarþjónustu, m.a. í tengslum við hina nýju bráðamóttöku og aukinni þjónustu sérfræðinga í framhaldi af samningum við Sjúkratryggingar Íslands um slíkt.

 

Upplýsingaritið er komið á vefsíðu HSu og er hægt að nálgast það hér.