Forsíða Upplýsingarits HSu 2010

Upplýsingar um starfsemi Hsu árið 2010

Forsíða Upplýsingarits HSu 2010Gefið hefur verið út Upplýsingarit  sem hefur að geyma starfsemistölur ársins 2010. Þar má sjá að töluverður samdráttur í starfseminni hefur átt sér stað milli áranna 2009 og 2010 því áfram þurfti stofnunin að takast á við verulega lækkun fjárveitinga. Helstu breytingar á starfseminni milli ára eru fækkun fæðinga en þær fóru úr 162 árið 2009 í 96 árið 2010. Ástæðan þessa er að lagðar voru niður vaktir fæðinga-, skurð- og svæfingalækna og fæðingadeildinni breytt í ljósmæðrarekna einingu. Sjúklingum á legudeildum fækkaði um tæp 3%. og legudögum  um rúmlega 8%. Meðalnýting á lyf- og handlæknisdeild var 64%  sem er 22%  minni en var árið 2009.  Skurðaðgerðum fækkaði um tæp 22% og speglunum um 15%.

Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli höfðu mikil áhrif á starfsemi stofnunarinnar, sérstaklega í Rangárþingi og í Vík.  Þrátt fyrir að þessum gosum sé lokið gætir áhrifa þess víða og starfsfólk Hsu er enn á vaktinni.