Uppbygging og eftirlit með sjúkraskrá á ábyrgð Embættis landlæknis

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi um eftirlitshlutverk Embættis landlæknis og hugmyndir um enn frekari verkefni á því sviði á opnun degi hjá embættinu í dag. Embættið hefur nú fengið ábyrgð á nýju verkefni sem felur í sér yfirumsjón með öllum þáttum sem varða sjúkraskrá á landsvísu og framkvæmd rafrænnar skráningar heilbrigðisupplýsinga.

„Þetta er ákvörðun sem ég tók í samræmi við tillögur stýrihóps um upplýsingatækni. Verkefnið er gríðarstórt sem miklu skiptir að miði hratt og vel, því það er eitt af grundvallaratriðum vel rekins heilbrigðiskerfis að tryggður sé greiður aðgangur að vel og rétt skráðum upplýsingum um starfsemi og þjónustu“ sagði ráðherra meðal annars í ávarpi sínu.

Hér er fréttin af vef Velferðarráðuneytisins í heild sinni