Uppbygging og aukin starfsemi á HSu

Þann 18. des. bauðst starfsfólki HSu að skoða þann hluta nýbyggingarinnar við HSu á Selfossi sem tekinn verður í notkun í upphafi næsta árs. En þann 18. des. 1981 flutti sjúkrahúsið á Selfossi starfsemi sína í núverandi húsnæði, þ.e. fyrir 26 árum.Þessi dagur hefur því mikla þýðingu fyrir starfsfólk og starfsemi HSu.
Sá hluti nýbyggingar sem tekinn verður í notkun er  nýtt anndyri og aðalinngangur og  hjúkrunardeild á 2. hæð.
Framkvæmdir hófust fyrir 3 árum, 11. nóv. 2004 eftir margra ára baráttu.
Þarfagreiningu fyrir nýbygginguna var lokið áruð 1999 en undirbúningsvinna hófst mun fyrr.
Reiknað er með að 2. áfanga ljúki í mars á næsta ári þegar hjúkrunardeild á 3. hæð verður tilbúin.
Á síðustu mánuðum hefur staðið yfir barátta fyrir fjárveitingum til að ljúka við nýbygginguna.
Fjárlög fyrir árið 2008 voru samþykkt á Alþingi  13.des. sl. og fær HSu 180 m. kr.til framkvæmda á árinu 2008 og 160 m.kr.  2009.
Nýbyggingin verður því tilbúin árið 2009.  Framkvæmdir við 1. hæð og kjallara verða væntanlega boðnar út í byrjun nýs árs.
Hugmyndir um breytingar á eldri byggingu þarf að endurskoða og tryggja fjárveitingu í þær.

Auknar fjárveitingar sem fengust til HSu fyrir árið 2008 vegna reksturs eru  42,5 m.kr.  v/ hækkunar fjárv. til hjúkrunardeildar og sjúkraflutninga, 132 m. kr. til að styrkja núverandi rekstur og gera stofnuninni kleift að taka við auknum verkefnum. Til nýrrar hjúkrunardeildar 71,6 m.kr.
Samtals. 246 m.kr. í aukið rekstrarframlag á næsta ári,  þar af 174,5 m.kr, til að styrkja núverandi rekstur.
Á aukafjárlögum  2007 fengust  208 m.kr. til að gera upp uppsafnaða halla fyrri ára og til ársloka 2007. Samtals 634 m.kr. vegna áranna  2007 og 2008, og 160 m.kr.  2009.
Stjórnendur voru að vonum ánægðir með þennan  góður árangur.
Uppbygging og aukin starfsemi er því framundan á HSu sem  vonandi kemur öllum Sunnlendingum til góða.


Á meðfylgjandi mynd er Magnús Skúlason, forstjóri í anddyri nýbyggingarinnar.