Uppbygging heildrænnar öldrunarþjónustu á Suðurlandi

Nú er að störfum nefnd sem skipuð er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og var falið að koma með tillögur um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu á Suðurlandi, einkum þeim hluta sem tengist þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í samvinnu við heimamenn.Nefndin hefur að undanförnu unnið að því að afla upplýsinga um stöðu öldrunarþjónustu á þessu svæði, framboð og fyrirkomulag þjónustunnar o.fl.

Á næstu dögum hyggjast nefndarmenn ræða við heimamenn á einstökum þjónustusvæðum í Árnes-, Rangárvalla og V – Skaftafellssýslum og þá sem best þekkja til þjónustunnar.


Í nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar úr heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, formaður bæjarráðs Árborgar, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, hjúkrunarstjóri Heilsugæslustövarinnar í Vík, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Formaður nefndarinnar er Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu.