Umsjónarmaður sjúkraflutninga

Ármann Höskuldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður sjúkraflutninga við HSu.frá 1. janúar 2006. Ármann er reyndur sjúkraflutningamaður og með mikla reynslu við björgunarstörf almennt.Hann hefur undanfarin ár unnið við löggæslu og sjúkraflutninga við Sýslumannsembættið á Selfossi. Marianne B. Nielsen, heilsugæslulæknir verður læknisfræðilegur ráðgjafi og fulltrúi lækna HSu í stjórn sjúkraflutninganna. Marianne hefur til fjölda ára verið læknisfræðilegur ráðgjafi sjúkraflutningsmanna á  Selfossi og hún er formaður Rauðakrossdeildar Árnessýslu. 
Á næstu dögum mun verða gengið frá ráðningu fleiri sjúkraflutningamanna en eins og áður hefur komið voru tæplega 40 umsóknir um stöðurnar.