Samtals bárust 10 umsóknir um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Stofnunin tók til starfa 1. október síðastliðinn við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyja (HSVe).
Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar:
- Anna María Snorradóttir, frkv.stj hjúkrunar HSU
- Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri HSU
- Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, deildarstjóri Dvalarheimilinu Ási
- Eydís Ósk Sigurðardóttir, frkv.stj. hjúkrunar HSU
- Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri/hjúkrunarfræðingur HSU
- Ingibjörg Fjölnisdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala
- Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri HSU
- Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, forstöðumaður dagdvala, Árborg
- Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri HSU
Umsækjandi um starf framkvæmdastjóra lækninga:
- Sigurður Hjörtur Kristjánsson, frkv.stj. lækninga, HSU