Umsækjendur um starf varðstjóra sjúkraflutninga hjá HSU

Sjúkrabíll-HSuHeilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsti nýverið laust til umsóknar starf

varðstjóra sjúkraflutninga við starfsstöð á Selfossi. Varðstjóri
mun stýra einni af fjórum sjúkraflutningavöktum á Selfossi og bera
faglega og starfsmannalega ábyrgð á þeirri vakt ásamt stjórnun
ýmissa verkefna sem honum eru falin. Staðan verður veitt frá og með 1. september 2015.
 

Nöfn þeirra er sóttu um starf varðstjóra sjúkraflutninga hjá HSU:

 

  1. Ármann Höskuldsson, lögreglu- og sjúkraflutningamaður
  2. Bergur Már Sigurðsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
  3. Gunnlaugur Þór Kristjánsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður
  4. Hermann Marinó Maggýjarson, bifreiðasmiður, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
  5. Rafal Marcin Figlarski, verkamaður, sjúkraflutningamaður
  6. Ragnar Guðmundsson, sjúkraflutningamaður
  7. Sigurður Halldórsson, lögreglumaður/varðstjóri
  8. Stefán Pétursson, skipstjóri, sjúkraflutningamaður
  9. Steinar Rafn Garðarsson, slökkviliðsmaður
  10. Viðar Arason, sjúkraflutningamaður