Umhverfisvænn ferðamáti starfsmanna Heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi

Heilsugæslustöðin á Selfossi fjárfesti í reiðhjólum nú fyrir skömmu fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga stöðvarinnar.

Hjólin eru ætluð fyrir vitjanir í nærumhverfi stöðvarinnar .Markmiðið með kaupunum er heilsuefling, umhverfisvænn ferðamáti og sparnaður.