Umgengisreglur á lyflækningadeild HSU Selfossi

Aðstandendur vinsamlega athugið!

Vegna heimsfaraldurs Covid-19 eru eftirfarandi umgengisreglur í gildi frá 18. maí 2020 á lyflækningadeild HSU

 

  1. Einum (sama) aðstandanda (og fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga á lyflækningadeild HSU. Lengd heimsóknar getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins og er metin í hverju tilfelli fyrir sig.
  2. Fylgdarmaður á ekki að staldra við á deildinni heldur fylgja aðstandanda inn og út (aðstoð við það). Þ.e.a.s. fylgdarmaður er ekki inni á deildinni allan heimsóknartímann.
  3. Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta, beinverki eða önnur einkenni sem bent geta til önd.færasýkingar.
  4. Gestir fara beint inn á stofu þess sem þeir heimsækja og þeir þurfa að virða 2ja metra regluna og spritta hendur áður en farið er inn á stofu.
  5. Hægt er að setja meiri takmarkanir hjá sjúklingum sem teljast sérstaklega viðkvæmir.
  6. Að hámarki mega 4 heimsóknargestir vera samtímis ef um líknandi meðferð er að ræða.

 

Ofantaldar reglur verða endurskoðaðar mánudaginn 25. maí n.k.

Deildarstjóri