Umferðaslysaæfing hjá sjúkraflutningamönnum HSu

Í síðustu viku var haldin bílslysaæfing sem var samæfing sjúkraflutingamanna og Brunavarna Árnessýslu í viðbrögðum við umferðarslysi þar sem beita þarf klippum til þess að ná slösuðum úr bílflökum. Báðir þessir aðlilar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í björgun slasaðra úr bílflökum, þótt hlutverkin séu ólík og er nauðsynlegt að samhæfa allt björgunarlið til þess að hlutirnir gangi sem best fyrir sig.Tíu sjúkraflutningamenn og 10 slökkviliðsmenn mættu til þessarar æfingar ásamt því að 5 félagar úr björgarfélaginu Árborg léku sjúklinga í bílflökunum.
Æfingin fólgst í því að tveir bílar áttu að hafa lent í, en 3 í hinni.
Markmið æfingarinnar var að sjúkraflutningamenn næðu að greina þá sem mest voru slasaðir og forgangsraða sjúklingum þannig að klippuliðið gæti bjargað þeim fyrst sem alvarlegast voru slasaðir og svo koll af kolli á sem skemmstum tíma við raunhæfar aðstæður.
Æfingin gekk í alla staði mjög vel. Smávægilegrir hnökrar komu þó í ljós en það er bara eðlilegt. Æfingar eru nú einu sinni haldnar til þess að læra af því sem betur má fara.
 
Sjúkraflutningamenn HSu vilja koma á sértökum þökkum til félaga í Björgunarfélagi Árborgar fyrir þeirra þátt, en án þeirra væri svona æfing vart möguleg.