Um starfsemi HSu árið 2007

Samantekt úr ársskýrslu 2007 – skýrslan upplýsir starfsemi, umfang og rekstur stofnunarinnar.
Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20 þúsund íbúa á Suðurlandi.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, 31 rúma sjúkrahús, 24 rúma hjúkrunardeild – Réttargeildeildin að Sogni með 7 vistrými og heilbrigðisþjónusta við Litla Hraun, en þar eru að jafnaði 80 fangar.

Samtals voru um 500 einstaklingar á launskrá  hjá HSu og Sogni.
Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn. HSu greiddi 1,4 milljarð kr. í laun og launat.gjöld .Launagjöld hjá stofnuninni hækkuðu milli ára um 121,7 m.kr. eða 9,6%. Á árinu 2007 störfuðu 457 einstaklingar í fullu starfi eða hlutastarfi hjá stofnuninni samanborið við 424 einstaklinga á árinu 2006 og svaraði það til 200,4 heilsársverka á árinu 2007 sem er fjölgun um 4,5 ársverk frá fyrra ári. Hækkun launagjalda að teknu tilliti til fjölgunar ársverka var 6,6%.
Sogn greiddi 163,4 m.kr. í laun og launat. gjöld sem er 81 % af rekstrarkostnaði.

Aukning var á flestum þjónustuþáttum heilsugæslunnar sem skýrist m.a. af þeirri fólksfjölgun sem orðið hefur á svæðinu. Heildarfjöldi samskipta 158 þúsund sem er 4,6% aukning milli ára.
Sálfræðiþjónusta er veitt í 100% stöðugildi fyrir allar heilsugæslustöðvar á Suðurlandi og skilgreind sem ráðgjafar- og meðferðarþjónusta fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Þjónustan er veitt gegn tilvísun heilsugæslulækna á Suðurlandi eða sálfr. á Skólaskrifstofu Suðurlands.
Seinni hluta árs var geðlæknisþjónusta aukin um 50% á Litla Hrauni og 50% á Sogni með ráðningu geðlæknis frá Hollandi.
Barnalæknir sem hóf störf við stofnunina um mitt ár 2006 – sinnir barnavernd, barnaskoðunum og sérfræðiþjónustu á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn.
Barnalæknir sér einnig um nýburaskoðun á fæðingardeildinni.
Í upphafi ársins 2006 yfirtók HSu sjúkraflutn. í Árnessýslu af Lögreglunni á Selfossi.
Enn var aukning í sjúkraflutningum eða um 19% milli ára.
Á sjúkrahúsið innrituðust um 3400 sjúklingar – sem er 13 % aukning frá fyrra ári.
Legudagar voru um 19400 sem er 3,5% fækkun – legutími sjúklinga styttist.
100% nýting var á hjúkrunardeildinni Ljósheimum – fullnýtt þau 24 rúm sem þar eru.
177 börn fæddust á fæðingardeildinni og hafa ekki fæðst svo mörg börn hér síðan árið 1994 en þá fæddust 183 börn.
Skurðaðgerðir voru 953 eða 145 fleiri en en árið 2006.
Mikil aukning varð á speglunum á meltingarfærum en gerðar voru 390 speglanir en 260 árið áður.
Á rannsóknastofunni fjölgaði aðgerðum milli ára um 4,4% – framkvæmdar voru rúmlega 95 þúsund rannsóknir. Þannig voru gerðar 100% fleiri rannsóknir á árinu 2007 en árið 2001 og svokölluðum rannsóknareiningum fjölgaði á sama tíma um 170%. Rannsóknastofan framkvæmir yfir 95% af öllum þeim rannsóknum sem beðið er um – nýtt af öllum heilsugæslustöðvum stofnunarinnar.
Stafrænt myndgreiningarkerfi var tekið í notkun í árslok 2005.
Myndir teknar á Selfossi – sendar rafrænt gegnum tölvu á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi til úrlestrar – svörin skrifuð á HSu Selfossi.
Fjöldi röntgenrannsókna var um 6100 eða svipað og árið áður
Sjúkraþjálfari í 100% stöðugildi við stofnunina á Selfossi – þjónustar hjúkrunardeildinni 40% og sjúkradeildinni 60%. Með nýbyggingunni verður mikil breyting til batnaðar á endurhæfingaraðstöðu og fyrirsjáanleg aukning á þessari þjónustu.
Mötuneyti framreiddi 85 þús. máltíðir – 233 pr. dag.
Þvottahúsið þvær daglega um 400 kg. af þvotti.
Til eru 7 gjafasjóðir á stofnuninni – innistæða um áramótin 105,8 m.kr.
Stærstur er Styrktarsjóður Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur en hann færði stofnuninni peningagjöf að upphæð 80 milljónir úr Líknarsjóði þeirra hjóna. Gjöfinni er ætlað að efla og styrkja sjúkrahúsið á Selfossi.
Ráðstafanir úr gjafasjóðum námu rúmlega 14 milljónum en gjafir á árinu voru rúmlega 4,6 millj. kr.