Sjúkrasvið

 

Lyflækningadeildin er 18 rúma legudeild sem er opin allan sólarhringinn alla daga.

Á deildinni fer fram almenn og bráða þjónustu í lyflækningum.  Hún  sinnir jafnframt dagdeildarþjónustu á sviði lyflækninga. Flestir sjúklingar sem leggjast inn koma þó vegna bráðra veikinda.
Aðgerðir eru á skurðstofu stofnunarinnar 3 daga í viku.  Handlæknishluti deildarinnar sinnir þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inn eftir þessar aðgerðir.  Talsvert er um að bæklunarsjúklingar koma frá Landspítala til endurhæfingar.

Starfsemi / hlutverk
Á deildinni er vaktþjónusta sérfræðings allan sólarhringinn og til staðar er sérfræðiþekking  í almennum lyflækningum, hjartalækningum og meltingarfærasjúkdómum.  Meginhlutverk deildarinnar er að veita almenna og bráða þjónustu. Auk þess sinnir deildin sjúklingum með langvinna sjúkdóma og líknandi meðferð.

Hagnýtar upplýsingar til aðstandenda
Heimsóknartímar deildarinnar eru kl.15-16 og 18:30 – 19:30 – en einnig eftir nánara samkomulagi. Aðstandendur mikið veikra sjúklinga geta verið hjá ástvinum sínum allan sólahringinn ef þeir óska eftir.  Deildin hefur á að skipa vel útbúnu aðstandendaherbergi sem aðstandendur geta nýtt sér m.a. við slíkar aðstæður.

Fæðinga- og kvensjúkdómadeild: Á deildinni eru 7 rúm. Fæðingadeild HSU hefur fjölþætt hlutverk. Þar er ekki einungis tekið á móti börnum og annast um sængurkonur heldur sinnir deildin einnig konum með meðgöngutengd vandamál sem þurfa stutta innlögn eða göngudeildarþjónustu. Að auki eru haldin á deildinni fæðingarundirbúningsnámskeið fyrir verðandi foreldra.  Konur sem fara í kvensjúkdómaaðgerðir leggjast einnig inn á deildina.

Skurð- og speglunardeild: Skurðaðgerðir eru gerðar 3 daga í viku. Helstu aðgerðirnar eru: Háls- nef- og eyrnaaðgerðir, almennar skurðaðgerðir, kviðsjáraðgerðir, s.s. gallblöðrutökur, kvensjúkdóma- og ófrjósemisaðgerðir og lýtaaðgerðir. Á speglunardeild eru maga- og ristilspeglanir framkvæmdar tvo daga í viku. Á skurðstofunni fer fram öll pökkun og sótthreinsun fyrir sjúkradeildir og heilsugæslu Selfoss.