Persónuverndarstefna HSU

Persónuverndarstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)

Í þessari persónuverndarstefnu munum við skýra frá  í hvaða tilgangi upplýsingum er safnað frá sjúklingum, aðstandendum starfsnemum, birgjum eða öðrum viðskiptamönnum. Við tilgreinum hvaða upplýsingum er safnað, frá hverjum, á hvaða grundvelli og í hvaða tilgangi, hvernig varðveislu þeirra er háttað, hvert þeim er miðlað og hvernig öryggi þeirra er gætt í starfsemi okkar. Við veitum líka upplýsingar um hver réttur þinn er að því er varðar þínar upplýsingar, skyldur HSU sem ábyrgðaraðila, hvernig hægt er að ná sambandi við persónuverndarfulltrúa okkar, um möguleika á kvörtunum til Persónuverndar og um stefnu þessa og endurskoðun hennar.

Persónuvernd er mikilvægur þáttur í starfsemi HSU en í því felst að starfsmenn stofnunarinnar virða friðhelgi einkalífs allra einstaklinga sem stofnunin á í samskiptum við, þ.e. sjúklinga, aðstandenda, starfsmanna og annarra. Til þess að við getum sinnt þjónustuhlutverki okkar og lögboðnum skyldum er okkur nauðsynlegt og í mörgum tilfellum skylt að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar.

 

Við  leggjum ríka áhersla á trúnaðar- og þagnarskyldu við alla meðferð persónuupplýsinga og örugga varðveislu þeirra og virðum þannig friðhelgi einkalífs. Öll vinnsla persónuupplýsinga á vegum HSU fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Ef þú hefur spurningar varðandi persónuverndarstefnuna eða vinnslu stofnunarinnar á persónuupplýsingum er þér bent á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa HSU í netfangið personuverndarfulltrui@hsu.is