Hjúkrunardeildir

 

Á  Ljósheimum og Fossheimum eru 40  hjúkrunarrými og þar af er 8 rúma deild fyrir heilabilaða og 2 hvíldarrými.

Á hjúkrunardeildunum er veitt einstaklingshæfð hjúkrun þar sem hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og starfstúlka hafa umsjón með hverjum einstaklingi og leitast er við að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir hans í samvinnu við aðstandendur hans og annað starfsfólk deildarinnar.

Á deildunum er leitast við að aðstoða og styrkja einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Virkni í daglegu lífi er nauðsynleg og getur hún falist í ýmiskonar athöfnum allt eftir áhuga, vilja og getu hvers og eins. Virkni getur til dæmis falist í samveru og spjalli, föndri, söngstund, leikfimi eða göngutúr.

Vinafélag heimilisfólks á Ljósheimum og Fossheimum hefur verið mikilvægur bakhjarl deildanna en meginmarkmið félagsins er að efla tómstunda- og afþreygingarstarf fyrir heimilisfólk á Fossheimum og Ljósheimum. Einnig auka möguleika þeirra á tilbreytingu í daglegt líf og að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og  áhersluþætti sem snúa eða eldra fólki.