Fara beint í efnið

Um HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfrækir:

  • 9 heilsugæslur á 10 starfsstöðvum

  • 4 hjúkrunarheimili

  • Sjúkrahús á Selfossi

  • Sjúkrahús í Vestmannaeyjum

  • Sjúkraflutningar á svæðinu

Á Selfossi er opin bráðamóttaka allan sólarhringinn. Á öllum heilsugæslustöðvum HSU er bráðavakt læknis fyrir neyðartilfelli.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.