Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu
Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015.
Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2016 er liðlega 4 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns.
Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 33.800 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita.
Forstjóri HSU er Díana Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar er Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga er Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri fjármála er Ari Sigurðsson og mannauðsstjóri er Cecilie B.H. Björgvinsdóttir. Þeirra vinnuaðsetur er á skrifstofu forstjóra Selfossi.
- Ársskýrslur
- Framkvæmdastjórn
- Framtíðarsýn HSU til 2025
- Gjafir til HSU
- Gæðavísar
- Hópslysa- og smitsjúkdómaáætlun
- Jafnréttisáætlun HSU
- Lógó/merki HSU
- Nefndir og ráð
- Persónuverndarstefna HSU
- Skipurit HSU
- Skýrsla Sjúkraflutninga HSU 2015
- Starfsmannastefna HSU
- Stefnumótun HSU
- HSU Upplysingabaeklingur – 2022