Um bólusetningu fullorðinna einstaklinga gegn mislingum

Það hefur talsvert verið spurt um hvað gera eigi við fullorðna einstaklinga sem ekki vita hvort þeir voru bólusettir á sínum tíma gegn mislingum eða vita ekki hvort þeir fengu mislinga.

Varðandi þessar vangaveltur þá vill sóttvarnalæknir benda á eftirfarandi:

 

  • Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi um 1970. Fyrir þann tíma má ætla að allflestir hafi fengið mislinga og einstaklinga eldri en 40 ára  þurfi því ekki að bólusetja.
  • Einstaklinga yngri en 40 ára sem hvorki vita hvort þeir voru bólusettir né hvort þeir fengu mislinga má meðhöndla á tvenna vegu:
    • Bólusetja með MMR
    • Mæla mótefni gegn mislingum
    • Sennilega er einfaldara og ódýrara að bólusetja þessa einstaklinga heldur en að mæla mótefni. Sóttvarnalæknir lítur svo á að kostnaður MMR bóluefnisins sem notað er hjá einstaklingum yngri en 40 ára falli á sóttvarnalækni.