
Á myndinni má sjá stjórnarmenn Ufsaskalla þá Valtý, Magnús og Kristján afhenda tækin. Eydís Sigurðardóttir rekstrarstjóri í Vestmannaeyjum tekur við gjöfinni.
Ufsaskallar, hópur vina í Vestmannaeyjum, halda á hverju ári gólfmót og gefa ágóðann til styrktar góðum málefnum. Að þessu sinni mættu þeir í byrjun aðventu og færðu sjúkradeildinn á HSU í Vestmannaeyjum sjónvörp, alls níu stk. af 40 tommu United sjónvörpum, ásamt veggfestingum.
Starfsfólk HSU í Vestmannaeyjum er himinlifandi yfir þessari rausnarlegu gjöf og eru Ufsasköllum færðar kærar þakkir fyrir rausnaskapinn.