Trúnaðarlæknir ráðinn á HSu

Jan Triebel hefur hafið störf sem trúnaðarlæknir fyrir HSu. Jan er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum.Hann starfar sem endurhæfingarlæknir við Heilsustofnun NLFÍ en  áður var hann yfirlæknir við Borgarspítalann í Zurich í Sviss. Við bjóðum hann velkominn til starfa.

Þessi ráðning er liður í auknu samstarfi HSu við HNLFÍ og hefur Arnar Þór Guðmundsson sérfræðingur í heimilislækningum á HSu verið ráðinn sem trúnaðarlæknir HNLFÍ frá sama tíma þ.e. 1 okt 2005.