TRS gefur tölvu í setustofu

Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands, Selfossi hefur fært sjúkrasviði HSu tölvu að gjöf. Tölvan verður staðsett í setustofu sjúkrahússins á II. hæð.Nú geta sjúklingar sem dveljast á sjúkrahúsinu farið á netið og/eða skoðað tölvupóstinn sinn. Tölvan er af gerðinni Hewlet Packard og er að verðmæti um 150 þúsund krónur. Það var Kristinn Gr. Harðarson, starfsmaður TRS sem afhenti gjöfina og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem voru á kvöldvakt tóku við henni. Stjórnendur og starfsfólk HSu þakka TRS þessa góðu gjöf og þann hlýhug sem þeir sýna stofnuninni. Gjöfin mun örugglega stytta sjúklingum stundir meðan þeir þurfa að dvelja á sjúkrahúsinu.