Toyota gefur flatskjá á sjúkradeild HSu

Þann 21. desember sl. kom fulltrúi frá Toyota umboðið í Reykjavík færandi hendi á sjúkradeild HSu og afhenti deildinni  „flatskjá Panasonic TH-37 PA50E og tengingar“ að verðmæti kr. 200.000.Þá afhentu einnig fulltrúar  umboðsins á Selfossi deildinni að gjöf, sem er DVD 3935 tæki, að verðmæti kr. 25.000. 
Með þeim Toyotamönnum mættu einnig hljómsveitameðlimir í hljómsveitinni „Á móti sól“ ásamt Magna Ásgeirssyni Supernova stjörnunni og var sungið fyrir börnin í setustofu sjúkradeildarinnar og höfðu allir viðstaddir gaman að. Í lokin fengu börnin svo mynd af sér með stjörnunni og eiginhandaáritun.