Tónleikar á Réttargeðdeildinni á Sogni

Í blíðviðrinu sl. þriðjudag (15/8) heimsóttu Sogn tveir þekktir tónlistarmenn og léku fyrir vistmenn og starfsfólk. Þarna voru á ferðinni trúbadorinn JoJo sem leikur á gítar og munnhörpu auk þess að syngja og Guðmundur Steingrímsson „Papa jazz“ sem leikur á trommur.Þeir fluttu tónlist úr ýmsum áttum, jazz, popp og íslensk dægurlög. Mörg laganna eru eftir JoJo en einnig tóku þeir þekkt lög frá U2 og John Lennon. Mikil ánægja var með tónleikana sem fóru fram undir berum himni og ekki spillti útsýnið frá Sogni – Ölfus, Flóinn og ósar Ölfusár. Svona uppákomur hafa mikið gildi fyrir starfsemina á Sogni . Að tónleikunum loknum var boðið upp á kaffi og nýbakaðar kleinur. Þeim félögum JoJo og Guðmundi er hér með þakkað fyrir framtakið og gaman væri ef fleiri listamenn kæmu í heimsókn að Sogni.