Það tókst að bjarga starfinu og lyfta því á hærra plan

Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga, Hólmfríður Einarsdóttir starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem Kerfisstjóri Sögu og umsjónarmaður rafrænnar sjúkraskrár og er hér í skemmtilegu viðtali á Rúv.
 
Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Þeir skiptu líka um starfsheiti enda þótti þeim það gamla engan veginn eiga við lengur. Nýliðun hefur verið ábótavant og farið var að bera á skorti á hæfu fólki en aðsókn í námið stórjókst síðastliðið haust. Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga lítur svo á að stéttinni hafi verið bjargað í bili. 
 
Hér má sjá og heyra viðtalið í heild sinni