Tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Edinborg

Anna Guðríður GunnarsdóttirAnna Guðríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar Heilsugæslunnar á Selfoss, tók nýverið þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum WHAIH samtakanna.  Ráðstefnan var haldin í Edinborg og þar tók Anna þátt í umræðum og var með veggspjald og fjallaði um rannsókn sína.  Mynd af veggspjaldinu má sjá hér neðar og slóð inná dagskrá ráðstefnunnar er hér http://waimhcongress.org/.

 

Rannsóknin Önnu Guðríðar fjallar um líðan foreldra með óvær ungbörn á Íslandi

Alls samþykktu 48 fjölskyldur þátttöku í rannsókninni sem hófst haustið 2012, en um langtímarannsókn er að ræða. Líðan beggja foreldra var könnuð þrisvar sinnum; í byrjun óværðatímabils, við 3 mánaða aldur ungbarns og við 10 mánaða aldur þess með  eftirtöldum spurningalistum; Edinborgar þunglyndiskvarði (EPDS), Kvíðakvarði Spielbergers (STAI) og Foreldrastreitukvarði/ stutt útgáfa (PSI/SF).

Á þessari ráðstefnu var sagt frá niðurstöðum spurningalistanna úr fyrsta tímabilinu.

52% foreldranna voru þegar farin að hafa áhyggjur af hegðun ungbarnsins þegar á fyrstu tveimur vikunum eftir fæðingu en mæður upplifðu meiri þunglyndiseinkenni (EPDS 7,8) og foreldrastreitu (PSI/SF 79,36) samanborið við þýði íslenskra mæðra með ungbörn á sama aldri (EPDS 6,5; PSI/SF 64). Mæður í úrtakinu reyndust kvíðnari (STAI_Y1 45,15) en mæður nýbura (STAI-Y1) og kvíðnari en feðurnir (STAI-Y1 31,5).

 

Niðurstöður þessa hluta rannsóknarinnar eru að foreldrar óværra ungbarna hér á landi eru haldnir foreldrastreitu og sér í langi streitu vegna „erfiðs ungbarns“ og virðist vanlíðan foreldra vera mismunandi þar sem vanlíðan mæðra er meiri en feðra.