Tíu sóttu um stöðu forstjóra HSu

SameiningAlls sóttu tíu einstaklingar um auglýsta stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, en umsóknafrestur rann út 1. ágúst sl..  Nýr forstjóri mun taka við stöðunni 1. október n.k., af fráfarandi forstjóra Magnúsi Skúlasyni.

Þann 1. október munu Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og Vestmannaeyja verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Nöfn umsækjendanna tíu eru:

Bjarni Kr. Grímsson, verkefnastjóri Biskupsstofu

Drífa Sigfúsdóttir, fv. rekstrarstjóri

Elís Jónsson tæknifræðingur, rekstrarstjóri

Guðlaug Einarsdóttir , verkefnastjóri Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri Landspítala

Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Harpa Böðvarsdóttir, sviðsstjóri, Actavis

Herdís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Landspítala

Valbjörn Steingrímsson forstjóri heilbrigðisstofnananna Blönduósi og Vestmannaeyjum

Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.