Tíndu rusl og sígarettustubba við HSu á góðgerðardegi bekkjarins

7. bekkur MK við Hsu í morgun, ásamt Margréti Kristjánsdóttur umsjónarkennar og Höllu Baldursd. stuðningsfulltrúa. Ljósmyndina tók Magnús Hlynur

7. bekkur MK við Hsu í morgun, ásamt Margréti Kristjánsdóttur umsjónarkennar og Höllu Baldursd. stuðningsfulltrúa.
Ljósmyndina tók Magnús Hlynur

Í morgun mættu galvaskir og hressir nemendur 7. bekkjar MK við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í þeim tilgangi að tína allt rusl við stofnunina og sópa stéttar.  Þau lögðu sérstaklega áherslu á að tína upp alla sígarettustubba, sem virtist vera nóg af.  Krakkarnir voru alveg gáttuð á öllum stubbunum sem lágu um allt, enda ótrúlega sóðalegt að fólk skuli virkilega henda svona frá sér við anddyri stofnunarinnar, sem og annarsstaðar. Að sögn Margrétar umsjónarkennara krakkana, er bekkurinn reyklaus bekkur og höfðu þau samið sérstakt lag af tilefni þess og hyggjast senda það tóbaksvarnarráði. Greinilega skynsamir og duglegir krakkar þarna á ferð.

Kærar þakkir krakkar!