Tímabundnar lokanir á myndgreiningadeild HSU á Selfossi

Vegna yfirstandandi breytinga á húsnæði HSU á Selfossi mun starfsemi rannsóknarstofu í lífefnafræði flytjast niður á jarðhæð tímabundið.

 

Innan skamms þarf að loka tímabundið starfsemi myndgreiningadeildar á Selfossi vegna framkvæmda og verður það tilkynnt nánar þegar nákvæmari dagsetningar liggja fyrir.  Meðan á lokun stendur  er ráðgert að röntgenrannsóknir liggja niðri í um 2 vikur en þá verður tölvusneiðmyndatækið í notkun. Í kjölfarið munu tölvusneiðmyndarannsóknir liggja niðri í tvær til þrjár vikur en þá verður röntgenmyndatækið komið í notkun aftur.

 

Framkvæmdum líkur senn við móttöku og afgreiðslu  á sjúkrahúsi og heilsugæslu Selfoss og mun ný og endurbætt móttaka verða opnuð nú í vikulokin.

 

Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga.