Tímabundið samstarfsverkefni HSU og ÁS í Hveragerði

Í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið hefur verið ákveðið að fara af stað með tímabundið samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)  og Áss, dvalar- og hjúkrunarheimilisins í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsemi geðhjúkrunarrýma á Ási. Geðheilsuteymi HSU mun veita starfsmönnum á Ási fræðslu og handleiðslu, ásamt því að styðja við heimilisfólkið.

Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa hjá HSU og mun hún sinna þessu verkefni til eins árs. Jóna Margrét hefur störf í janúar 2022 og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU