Tillögur að endurbótum HSu – kynning

Eins og kynnt hefur verið í frétt HSu, stendur til að fara í endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Selfossi og má sjá nánari útskýringar í fyrri frétt á síðunni Hér.

 

Sigríður Magnúsdóttir er höfundur tillögunnar og er hún arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð.  Að gerð tillögunnar var unnið í góðu samstarfi við stjórnendur HSu og Velferðarráðuneytið.  Tillagan er nú til frekari umfjöllunar hjá starsfólki HSu.  Gert er ráð fyrir, að athugasemdum verði skilað eigi síðar en 15. apríl nk.  Að því loknu verður verkefnið til ákvörðunar hjá Velferðarráðuneyti og öðrum stjórnvöldum.

 

Sigríður útbjó kynningu fyrir starfsfólk stofnunarinnar og þar var ítarlega útskýrt hvernig þetta kæmi til með líta út og hér má skoða hana í heild sinni – Kynning Teiknistofunnar Traðar