Tilkynning varðandi COVID-19 bólusetningar hjá HSU

Um þessar mundir erum við komin langleiðina með að bólusetja skjólstæðinga fædda fyrir 1943 og forgangshópa í heilbrigðiskerfinu. Við höldum áfram að fikra okkur niður aldursröðina og færum okkur jafnframt í einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Við fáum bóluefni úthlutað til okkar eftir fjölda íbúa á okkar svæði. Afar óreglulegar sendingar á bóluefni setja okkur þær skorður að við getum ekki áætlað hvenær röðin kemur að hverjum og einum. Við biðjum því alla íbúa um að sýna biðlund í þeirri óvissu sem við stöndum frammi fyrir í þessum málum.