Tilkynning um arf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Á árinu 2008 barst bréf frá sýslumanninum á Selfossi dags. 04.04.08. þar sem tilkynnt er að Guðfinna Hannesdóttir, sem lést þann 15. jan. 2008, hafi arfleitt sjúkrahúsið á Selfossi ásamt Gaulverjabæjarkirkju, Blindravinafélaginu í Reykjavík og Landgræðslusjóði ríkisins að öllum sínum eigum, nema það sem tilgreint var í erfðaskránni til Byggðasafnsins á Selfossi.

 

Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri HSu var umboðsaðili erfingja og vann í þessu máli fyrir hönd þeirra. Arfurinn var samtals í peningum kr. 8.305.172.- og hlutur sjúkrahússins var 33.334% eða samtals kr. 2.647.449,oo að frádregnum erfðafjárskatti kr. 120.997,oo.  Arfurinn var greiddur erfingjum 26.mars 2009.

 

Guðfinna Hannesdóttir var fædd 28.12.1906. og búsett í Hveragerði. Erfðaskráin var gerð 8.maí 1970. Blessuð sé minning Guðfinnu Hannesdóttur.