Tilkynning frá sóttvarnalækni


  • Enginn hefur verið greindur hér á landi með inflúensu A (H1N1) og enginn lagður inn á Landspítala með alvarleg inflúensulík einkenni.

  • Faraldurinn er vægur enn sem komið er í löndum utan Mexíkó.

  • Hópútbreiðsla hefur ekki verið staðfest í Evrópulöndum.

  • Viðbúnaðarstig er óbreytt hér á landi.

  • Mælst er til þess að einstaklingar og fyrirtæki birgi sig ekki upp af veirulyfjum því þá aukast líkur á ómarvissri notkun sem aftur leiðir til þess að birgðir klárast fljótt og líkur á ónæmi aukast.

  • Minni enn og aftur á að mælst er til þess að veirulyfjum sé einungis ávísað á veika sjúklinga sem taldir eru af læknum geta verið með inflúensu. Ekki er mælst til fyrirbyggjandi notkunar enn sem komið er.

  • Sóttvarnalæknir sendir út ný tilmæli ef talin verður ástæða til að breyta leiðbeiningum um notkun veirulyfja.